3.10.18

BABY // PREGNANCY PHOTOSHOOT

Þessi færsla er ekki kostuð né unnin í samstarfi. 

Þegar ég var ólétt þá vissi ég að mig langaði að eiga fallegar myndir af mér með bumbuna og því 
pantaði ég mér bumbumyndatöku. Nú þegar ég er búin að eiga þykir mér ótrúlega vænt um þessar
myndir en ég fékk hana Elísabetu Blöndal til að mynda mig og vá, ég er svo ánægð með að hafa
fengið hana í þetta með mér. Hún myndaði Þórunni og myndirnar hennar voru svo ótrúlega fallegar
að ég hafði samband við hana um leið og við fundum dag þar sem bumban var orðin ágætlega stór
til að mynda. Ég var frekar stressuð að láta ókunnuga manneskju mynda mig á nærfötunum en
þegar Elísabet kom þá fauk allt stress út um gluggan - hún myndaði mig heima í mínu umhverfi
sem var ótrúlega þægilegt og lét hún mig líða svo vel allan tímann. Ég er gjörsamlega í skýjunum
með myndirnar og eru þær svo verðmætar minningar sem ég mun eiga að eilífu - það er magnað
að sjá líkamann sinn breytast á meðgöngunni og trúi ég eiginlega bara ekki að ferlið sé búið. Nú
liggur litli karl við hliðina á mér en ekki inn í bumbunni - lífið er yndislegt SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig