Stjörnumerktar vörur fékk ég sem gjöf.
Ég verð að segja ykkur frá tveimur vörum sem ég er með gjörsamlegt æði fyrir í augnablikinu en eru
þær báðar nýjar vörur frá snyrtivörumerkinu BECCA sem kom í sölu hér heima í fyrra. Allar þær
vörur sem ég hef prófað frá merkinu finnst mér ótrúlega góðar og því var ég svo spennt þegar ég
sá þessar nýjungar frá þeim. Fyrst prófaði ég Under Eye Brightening Setting púðrið* en nota ég
það til að setja hyljarann undir augunum og birtir það augnsvæðið ásamt því að hyljarinn helst á
sínum stað allan daginn. Púðrið er ótrúlega fínt með ljóma í og hefur það algjörlega komið í stað
Laura Mercier púðursins míns sem ég hef notað í nokkur ár núna. Þar sem ég var svo hrifin af
þessu púðri þá var ég mjög spennt þegar ég komst að því að BECCA væri að koma út með nýtt
andlitspúður líka. Það var þó ekki það eina sem seldi það fyrir mér heldur er 50% af púðrinu
vatn - já, ég sagði vatn! Þetta er ótrúlega óvenjulegt innihaldsefni í púðri og því varð ég mjög
forvitin að prófa en allar þær umsagnir sem ég hef séð lofsyngja púðrið og þrátt fyrir að ég hef
ekki notað það oft verð ég að taka undir það. Það er ótrúlega skrýtin tilfinning að setja púðrið
framan í sig en það er eins og maður sé að setja vatn á húðina en samt sem áður en púðrið
þurrt - það gefur húðinni gullfallega áferð og í þau fáu skipti sem ég hef notað það yfir farða
í flugi þá þarf ég ekkert að laga mig og fer engin olía í gegn sem er algjör snilld. Ég ætla
að halda áfram að prófa mig áfram með það en so far, soooo good ♡ Því miður er andlitspúðrið
uppselt á Íslandi en ég læt ykkur vita ef það kemur aftur og þá hvenær því þetta er vara
sem þið þurfið!
No comments
Post a Comment
xoxo