Jæja, loksins hef ég tíma til að setjast niður og segja ykkur almennilega frá dálitlu sem ég gerði í
seinustu viku og er gjörsamlega að elska! Mig var búið að langa svo lengi að fara í augnháralengingu
og ég ákvað að skella mér loksins eftir að tvær vinkonur mínar fóru - VÁ, þetta var svo fáranlega góð
ákvörðun og ég er alveg í skýjunum með útkomuna. Hún Þórey á Snyrtistofunni Fiðrildið gerði þær
og ég gæti ekki mælt meira með henni - þær eru svo vel gerðar, mér leið svo vel hjá henni og svo er
hún bara svo yndisleg og ljúf!
Ásetningin tekur um einn til einn og hálfann tíma og það fer svo vel um mann á meðan. Ég lá þarna
eins og innpakkað ungabarn og dottaði - yndislegt! Ásetningin kostar 12.900 krónur og svo þarf að
fara í lagfæringu á 3-5 vikna fresti þar sem augnhárin okkar endurnýja sig og því detta lengingarnar
af með þeim. Það fer eftir hverjum og einum hvenær maður þarf að fara í lagfæringu en hún kostar
frá 7.900 - 9.900 krónur. Hér fyrir neðan eru fyrir og eftir myndir af lengingunum mínum og vá,
eruð þið að sjá muninn! Það er svo ótrúlega þægilegt að þurfa ekki að setja á sig maskara og það
að vakna ferskur á hverjum morgni er æðislegt - ég hugsaði að þetta yrði sérstaklega þægilegt á
þeim dögum sem ég er í morgunflugi en þá spara ég nokkrar mínútur í svefn sem annars myndi
fara í að setja á mig maskara.
Ég get ekki mælt meira með augnháralengingum og mæli með að þú skellir þér ef þú ert búin
að vera að pæla í því eins og ég - skil ekki afhverju ég var ekki löngu búin að fara. Best í heimi ♡
No comments
Post a Comment
xoxo