19.2.17

LAST NIGHT // GEIRI SMART


Í gærkvöldi hittumst við nokkrar vinkonur og fórum saman út að borða - við eigum allar það 
sameiginlegt að vera að blogga eða snappa og eyddum við gærkvöldinu á veitingarstaðnum
Geira Smart. Kvöldið var yndislegt í alla staði - maturinn var æðislegur og þjónustan vá, hún
var ótrúleg. Það var hugsað svo vel um okkur allt kvöldið! Við fórum í óvissuseðil í tilefni
Konudagsins sem er í dag og fengum við tvo forrétti, einn aðalrétt og svo eftirrétt. Mér finnst
svo gaman að fara í svona óvissuseðla og þessi sveik mig sko alls ekki - mæli mjög mikið 
með matnum og drykkjunum á Geira Smart! Þúsund þakkir fyrir okkur 

Ég ákvað að nota loksins fallega bleika jakkann minn frá Topshop í fyrsta skipti en ég 
klæddist honum við svartar gallabuxur sem eru líka frá Topshop, yfir samfellu sem ég 
pantaði mér af Asos (fæst HÉR) og við háhælaða öklaskó frá Public Desire!


Last night I met a couple of my girlfriends for dinner and drinks at a fairly new restaurant
in downtown Reykjavík called Geiri Smart. We had such a lovely night there - the food was
amazing and the service, wow! We were treated like queens! Really recommend checking
out Geiri Smart if you are in the city 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig