15.1.17

MY BEST PURCHASES // ASOS

Þessi færsla er ekki kostuð né gerð í samstarfi við Asos.

Asos óskalistarnir mínir eru án efa orðnar vinsælustu færslurnar á blogginu upp á síðkastið og er
það alveg augljóst að ég er búin að smita ykkur af af ást minni af versluninni. Mér datt þess vegna
í hug að deila með ykkur þeim kaupum sem ég hef gert upp á síðkastið í gegnum Asos sem eru í
miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég eiginlega ekki notað neitt annað en þessar flíkur seinustu vikur!

Það er svo auðvelt að panta af Asos og tekur það ekki langan tíma fyrir pöntunina að koma - það er
hægt að velja á milli venjulegrar sendingar sem tekur um 7-14 daga og svo hraðsendingar sem tekur
einungis nokkra daga (um daginn tók það tvo daga hjá mér). Það sem mér finnst svo þægilegt við að
panta af Asos er að það er gefin upp tímatafla þegar þú pantar svo þú sérð hvenær pakkinn kemur og
það hefur alltaf staðist hjá mér (nema einu sinni korter í jól, sem er skiljanlegt). 

Missguided Ribbed Dress: Þessi kjóll.. hvar á ég eiginlega að byrja? Ég kolféll fyrir honum strax
og ég rakst á hann. Mér finnst hann svo fullkominn - liturinn, sniðið og detailin. Ég er svo skotin
í svona þröngum "midi" kjólum og þessi er uppáhalds. Ég klæddist honum á áramótunum og þið
getið séð hann betur á mér í þessari færslu.

Asos Lace Trim Dress: Þetta er flík sem mér finnst að allar stelpur ættu að eiga í fataskápnum sínum.
Ég gæti ekki verið án hans en ég nota hann mikið undir síða boli og peysur - það er svo fallegt þegar
blúndan sést smá og það gerir svo mikið. 

River Island Ribbed Sweater Dress: Ég pantaði þennan peysukjól á sama tíma og ég pantaði mér
Missguided kjólinn og vá, hún er fullkomin. Hún er svo ótrúlega vegleg og er svo falleg við svört
öklastígvél - það besta er að hún er á útsölu.

Nike Rally Sweatshirt: Ég hef varla farið úr þessari peysu síðan ég fékk hana og ég nota hana mikið
hversdags við svartar leggings og Nike Air Huarache Ultra skóna mína sem eru þeir þægilegustu 
sem ég á - vá! Svo nota ég peysuna oft við þessar Nike leggings sem eru alveg fáranlega góðar, þær
eru svo þægilegar og eru alls ekki gegnsæjar sem er stór kostur!

Ég vona að þetta hjálpi ykkur ef þið eruð að spá í að panta af Asos - ég fæ svo margar spurningar
um pöntunarferlið daglega og ef ykkur vantar fleiri svör þá endilega spyrjið í athugasemdum og
ég svara um leið! Ég ætti að vita allt þar sem ég á við alvarlega Asos-fíkn að stríða haha - ég meina,
hvað er betra en að liggja upp í sófa og versla?


Today I am sharing with you a couple of my favourite items that I recently ordered from Asos. As
you have probably noticed from reading my blog, Asos is one of my favourite stores and I shop there
quite often. I love how easy it is and you get your order in less than two weeks - I mean, what is
better than shopping on your couch with no make up on? 
SHARE:

2 comments

  1. hvaða stærð keyptir þú af blúndukjólnum ? :) eru þetta venjulegar stærðir :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. blúndukjóllinn er í petite línunni en ég pantaði samt mína venjulegu stærð sem er UK 10 og hann passar vel - ef þú ert í vafa þá mæli ég með að taka einni stærð stærri en vanalega :)

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig