1.12.16

EDDA x MOSS LAUNCH

Þessi færsla er ekki kostuð.

Í gærkvöldi var mér ásamt fleiri bloggurum boðið á æðislega skemmtilegan viðburð í Gallerí
Sautján Kringlunni - tilefnið var ný fatalína sem fer í sölu hjá þeim núna í kvöld og váá, þið
verðið að fara ef þið viljið næla ykkur í eitthvað úr línunni því ég hef grun um að hún seljist
strax upp. Línan er samstarf á millu Eddu x Moss og höfðaði hún algjörlega til mín - Edda
er með æðislegan fatastíl og hef ég lengi fylgst með henni í gegnum Instagram. Það var svo
gaman að hitta hana og alla hina bloggarana og skoða línuna hennar. Ég skemmti mér mjög
vel og að sjálfsögðu fór ég ekki tómhent heim. Ég nældi mér í fjórar flíkur úr línunni - kjól,
samfesting, buxur og gullfallegan blúndutopp. Allar flíkurnar eru svo klassískar og einfaldar
sem er svo mikið ég og þykir mér ekkert smá vænt um þær!

Ég deildi kvöldinu með Snapchat fylgjendum mínum og mátaði allar flíkurnar líka - það er
ennþá inn í My Story svo endilega bætið mér við ef þið viljið sjá hvað ég valdi mér. Þið finnið
mig á Snapchat undir @alexsandrabernh 


Yesterday I was invited to an event to celebrate the launch of a new clothing line - it is a
collaboration between Edda x Moss which will be sold at Gallerí Sautján. Edda is so nice
and her style is amazing so I was super excited to get a little sneak peek at her collection.
Of course I didn't go home empty handed - I picked up a dress, a jumpsuit, pants and a
lace top. All of the pieces are so classic and simple and I am so happy that I got my hands
on few pieces 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig