6.12.16

BEAUTY: NOVEMBER FAVOURITES

Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf // Aðrar keypti ég mér sjálf.

Jæja, þá er kominn tími til að fara yfir þær vörur sem stóðu upp úr hjá mér í Nóvember en eins og
vanalega þá er þetta góð blanda af nýjum vörum og gömlum. Sculpting Wands frá Ofra komu mér
mjög á óvart en ég fékk litina Dawn og Sunset sem gjöf frá yndislegu stelpunum í Fotia. Ég nota
ljósa litinn sem hyljara og dekkri til að skyggja andlitið og gefa því smá hlýju - það er svo auðvelt
að blanda þeim og ég er byrjuð að nota þetta á hverjum einasta degi. Það besta er líka að stykkið
kostar einungis 1.490 krónur í Fotia, það er æðislegt verð fyrir svona góða vöru! Mér finnst lang
best að nota Beauty Blender með svo það kemur ekki á óvart að hann sé líka á listanum. Ég fann
svo nýjan uppáhalds farða núna í Nóvember en mig vantaði dekkri farða þar sem ég setti á mig
brúnkukrem og fattaði að ég ætti Beyond Perfecting farðann frá Clinique upp í skáp í dekkri lit
en ég nota vanalega. Ég ákvað að prófa hann þegar ég fór út að borða og vá, hann gefur húðinni
svo fallega áferð og er ég orðin ástfangin af honum. Eftir að ég er búin að nota Clinique farðann
og Ofra Sculpting Wand til að hylja þá set ég hyljarann með Laura Mercier Secret Brightening
Powder en ég er eiginlega hrifnari af því púðri heldur en hinu. Það þurrkar húðina mína ekki
eins og hitt og gefur augnsvæðinu fallegan ljóma. Tvær húðvörur sem ég er búin að nota óspart
eru frá First Aid Beauty - fyrst er það krem sem ég nota á daginn undir farða en það er Ultra
Repair Cream sem er besta krem í heimi fyrir þurra húð. Ég á núna tvær stórar dollur af því
og er alveg í skýjunum með það! Hitt kremið er Ultra Repair Hydra-Firm Sleeping Cream en
ég nota það á nóttunni og er mjög hrifin af því. Seinasta varan er eflaust uppáhalds en hana fékk
ég sem gjöf frá L'Occitane en þetta er Room og Linen Spray úr Aromachologie línunni þeirra.
Ég elska að spreyja þessu á koddana heima og út í loftið - lyktin er svo fersk og góð!

Þetta voru þær vörur sem stóðu helst upp úr hjá mér í Nóvember - ef ég ætti að velja
eina vöru sem var mest uppáhalds þá er það Clinique farðinn! Ég gjörsamlega elska
hann og verð að næla mér í hann í ljósari lit 

OFRA sculpting wands* (fást í Fotia og á fotia.is) // L'Occitane Refreshing Mist* (fæst í L'Occitane Kringlunni)
First Aid Beauty Ultra Repair Cream & Ultra Repair Hydra-Firm Sleeping Cream* (fást í Fotia og á fotia.is)
Laura Mercier Secret Brightening Powder (fæst í Sephora) // Clinique Beyond Perfecting Foundation* (fæst í
verslunum Hagkaupa)
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig