14.10.16

URBAN DECAY Á ÍSLANDI

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Urban Decay á Íslandi // Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf.

Það er víst ekkert leyndarmál lengur hvaða snyrtivörumerki er að mæta til landsins núna í byrjun
nóvember - ef það hefur farið framhjá þér þá er Urban Decay að koma í sölu hérlendis! Ég get
ekki sagt ykkur hversu spennt ég var þegar ég komst að þessum fréttum og ég get ómögulega
beðið lengur! Sem betur fer líður tíminn hratt þessa dagana og er einungis rúm vika í að ég
fagni komu merkisins ásamt fleiri bloggurum. Ég kolféll fyrir Naked Skin hyljaranum þegar
ég prófaði hann fyrst og er ég því mjög spennt að geta skroppið út í búð hér heima þegar mig
vantar nýjann, sérstaklega því ég hætti að fljúga í lok Október og þá kemst ég ekki í Sephora
nokkrum sinnum í mánuði. Ég fékk smá pakka frá Urban Decay um daginn og langar mig að
deila með ykkur þeim þremur vörum sem leyndust í honum.

Fyrst er það vara sem ég hef keypt og notað áður en það er All Nighter Make-Up Setting
Spray - þetta setting sprey er algjör snilld og eitt það besta sem finnst að mínu mati. Farðinn
helst á allan daginn og er ég ekkert smá ánægð að þetta sé komið aftur í líf mitt! Næsta vara
er Perversion maskarinn en mig er búið að langa að prófa hann einmitt - hann á að lengja
augnhárin og gefa þeim "volume" og svo á að vera auðvelt að byggja hann upp. Ég fékk svo
líka Eyeshadow Primer Potion sem er ein vinsælasta varan frá merkinu og hlakkar mig því
mjög að prófa hann og sjá hvernig hann virkar 



I guess it is no secret anymore that Urban Decay is coming to Iceland on October 21st. I am
so excited for the brand to arrive here as I love a lot of their products - my favourite one is
their Naked Skin concealer and being able to just run to the store here to get it is amazing. 
I got a package from them last week with three products and I can't wait to try them out,
be sure to mark your calendars if you are as excited as me 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig