7.10.16

SENSAI FAVOURITES

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sensai á Íslandi // Vörurnar fékk ég að gjöf.

Góðan dag! Ég var að koma mér á ról loksins en ég er búin að vera svo þreytt eftir að ég kom heim
frá New York í gærmorgun - ég lá eins og skata allan daginn og hafði gjörsamlega ekki orku í neitt.
Ég er í fríi í dag og ætla ég að nýta daginn vel í að taka myndir hérna heima við en fyrst langar mig
að segja ykkur aðeins frá nokkrum vörum frá Sensai sem ég hef verið að nota seinustu vikur. Ég er
búin að vera að nota húðvörurnar frá Sensai síðan ég kynntist þeim fyrst fyrir þremur árum þegar ég
vann í Fríhöfninni - ég fór á Sensai kynningu og fékk þar nokkrar prufur og síðan þá hef ég verið háð
þeim. Uppáhaldið mitt er tvöfalda hreinsunarlínan þeirra en hún er hönnuð til að fjarlægja óhreinindi
sem innihalda fitu (t.d. farða) og líka óhreinindi á borð við svita. Ég byrja á því að nota Cleansing Oil
en ég nudda olíunni á andlitið og skola svo með vatni - ég fýla mjög að nota olíu fyrst þar sem hún
tekur allt af á mjög snöggum tíma. Næst nota ég uppáhalds andlitssápuna mína en það er Milky Soap,
hún gerir húðina ótrúlega hreina, mjúka og gefur henni helling af raka sem er fullkomið fyrir þurru
húðina mína. Eftir að hafa notað þessar tvær vörur er húðin ekkert smá hrein og mér líður alltaf svo
ótrúlega vel í húðinni.

Eftir að húðin er orðin hrein á kvöldin þá nota ég oftast rakamaska en þegar maður starfar sem
flugfreyja og eyðir miklum tíma um borð í flugvél þar sem loftið er ekki það besta þá er rakamaski
nauðsyn í snyrtitöskunni. Ég fékk að prófa rakamaskann frá Sensai en hann er æðislegur - ég set
hann á eins og krem, sef með hann og vakna með mýkri húð en nýfætt barn. Maskinn slakar einnig
á húðinni sem er æðislegt eftir langt flug ásamt því að hægja á öldrun húðarinnar. Rútínan mín á
morgnanna er aðeins öðruvísi en þá byrja ég á því að nota Milky Soap og í staðin fyrir að nota
maskann þá nota ég nýja dagkremið frá Sensai sem ég var svo spennt að prófa. Kremið er mjög
létt og er það með bæði SPF og UV-vörn - það gefur góðan raka og vinnur á þeim fimm helstu
vandamálum sem tengjast öldrum húðarinnar (þurrkur, sig, fínar línur, hrukkur og gruggin húð).
Ég hef ekki verið að nota kremið nógu lengi til að segja mína hreinskilnu skoðun strax en hingað
til er ég mjög hrifin af því. 

Ég mæli svo mikið með vörunum frá Sensai ef þú vilt fá silkimjúka húð ásamt því að vinna
gegn öldrun húðarinnar - þær eru alveg í uppáhaldi hjá mér I have been using skin care products from the brand Sensai since I first tried them three years
ago and I am absolutely obsessed. My favourite thing is their double cleansing line and their
mask which makes my skin so soft and glowy - I also got their new Day Cream which I have
not been using for that long but so far I am pretty impressed 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig