15.9.16

ON IT'S WAY


Þessa dagana geri ég ekkert annað en að vinna og sofa - ég sofnaði meira að segja í sófanum í gær
klukkan sjö á meðan ég beið eftir pítsunni minni. Það tekur alveg á að vakna fyrir klukkan fimm á
morgnanna og vinna allan daginn en það er alltaf jafn gaman í vinnunni. Ég á sirka einn og hálfan
mánuð eftir af "sumar"vinnunni og ég er strax orðin kvíðin fyrir að hætta en á sama tíma hlakkar
mig smá til að taka pásu frá öllu saman og slaka aðeins á. En yfir í annað, í gær þegar ég kom heim
úr vinnunni kíkti ég aðeins á Asos og þar sem það er svooo erfitt að kaupa ekkert þar inn á varð ég
að panta mér þessa peysu fyrir haustið. Ég er búin að vera að pæla í henni í nokkra daga og reyna
að sannfæra sjálfa mig að ég þarf hana ekki en við skulum bara vera hreinskilin, auðvitað þarf ég
hana. Hún er fullkomin í mínum augum - oversized og fullkomin yfir bæði leggings og gallabuxur.

Nú tekur við smá slökun áður en ég byrja að pakka en ég er á leiðinni til uppáhalds borgarinnar
minnar á morgun, New York 

ASOS swing dress in rib knit (fæst HÉR)


These days all I do is work and sleep - I even fell asleep yesterday in the sofa at seven in the
evening while waiting for my pizza. It really takes it out on you waking up before five in the
morning and working all day but I am always excited to go to work. I have around a month
and a half before taking a couple of months off and I am so nervous, will miss it so much. 
But on to something else, yesterday when I came home from work I ordered this sweater dress
from Asos. I have been eyeing it for a couple of days and had to get it - so excited for it to
arrive.

Now I am relaxing a bit before I have to start to pack but tomorrow I am heading to my
favourite city, New York 

ASOS swing dress in rib knit (buy it HERE)
SHARE:

2 comments

  1. Hæ! Ég vona að þú takir þessu ekki sem móðgun en það er eitt sem mig langar ofboðslega að vita. Nú tek ég eftir því sem einlægur aðdáandi þessarar bloggsíðu að þú kaupir mikið af fötum frá Asos - er það gert í samstarfi við Asos, þar að segja að þú sért að fá greitt/varning fyrir þessa umfjöllun ?

    Annars finnst mér þú vera einn af afskaplega fáum bloggurum sem ég treysti, í orðsins fylgstu. Þú hefur mikið talað um þessar duldu auglýsingar, en stundum er ég ekki alveg viss og þá sérstaklega á snapchat hvað er gjöf og hvað er virkilega frá hjartanu þínu.

    Kær kveðja til þín

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæhæ, sorrí hvað ég svara seint! Alls engin móðgun að þú spurðir, skil þig vel fyrir að vilja vita :)

      Nei, ég er í engu samstarfi við Asos og hef aldrei verið það. Allt sem ég á þaðan hef ég keypt mér sjálf og deili því hér á blogginu þar sem ég elska þessa netverslun og mæli mikið með henni, fæ ekkert fyrir umfjöllunina frá neinum. Ef ég tek ekki fram efst í færslunum mínum að færslan sé kostuð, þá er hún það ekki.

      En takk fyrir falleg orð, met þess mikils og rosa gaman að heyra :) ég segi alltaf á snap ef um gjöf er að ræða, ef ekki þá keypti ég vöruna sjálf.

      Bestu kveðjur,
      Alexsandra

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig