21.9.16

MAC MAKEUP SERVICE

Þessi færsla er unnin í samstarfi við MAC // Förðunina fékk ég að gjöf.

Um daginn fékk ég svo skemmtilegan póst frá MAC en þau buðu mér að koma í förðunarráðgjöf hjá
þeim - ég var ekki lengi að segja já og fór ég til þeirra í gær í 60 mínútna ráðgjöf hjá yndislegri stelpu
sem heitir Dýrleif. Við byrjuðum á því að spjalla bara um húðina mína, hvernig ég er vön að mála
mig og hvað mig langaði að gera - svo byrjaði fjörið. Ég hafði aldrei farið í förðun áður og ég var því
alveg sjúklega spennt að láta fagmann sjá um að mála mig og ég varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum.
Dýrleif fór mjög vel í gegnum allt sem hún var að nota og gaf mér mjög góð ráð - ég vildi fá fallega,
létta og ljómandi áferð á húðina og náðum við því með því að byrja á að nota húðvörur frá MAC
áður en við notuðum Face and Body farðann á allt andlitið. Þegar húðin var orðin fullkomin þá
gerði hún á mig létt smokey með brún- og rauðtóna augnskuggum. Ég var ekkert smá ánægð með
lokaútkomuna og var ég liggur við grátandi þegar ég þufti að þvo mér í framan seinna um kvöldið.
Ég fékk svo að velja mér þrjár vörur frá MAC og ég valdi mér Prep + Prime  Moisture Infusion 
Serum, Face and Body farðann og Paint Pot í litnum Groundwork - við notuðum allar þessar vörur
í förðunina og mikið hlakkar mig til að prófa þær sjálf 


Yesterday MAC Cosmetics invited me to try their Makeup Service and I loved every single
minute of it. I have never had my makeup done professionally and I was so sad when I had
to wash my face later that night. We decided to go for dewy and luminous skin with a soft
brown/red smokey eye and I loved the way it turned out - I got to take some products with
me home that I will tell you more about later on. You can still find this on my Snapchat
story - @alexsandrabernh 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig