29.3.16

NEW IN: NLYTREND BY LISA OLSSON

NLY TREND x LISA OLSSON wrap dress (uppseldur)

Þá er ég mætt aftur eftir yndislegt páskafrí - ég er búin að vera svo mikið í tölvunni upp á síðkastið, 
bæði vegna bloggsins og svo að skrifa ritgerðina mína að mig vantaði bara smá frí frá henni og því
eyddi ég páskunum án hennar og með fjölskyldunni minni í Keflavík. Ég kom heim í gær og í dag
byrjar rútínan aftur eða í mínu tilfelli ritgerðarskrifin - mér gengur mjög vel og það er ekki mikið
eftir. Það kom mér verulega á óvart hversu skemmtilegt þetta ferli hefur verið, alveg miklu meira en
mér datt í hug. Ég trúi því varla að það séu bara rúmir 3 mánuðir í að ég útskrifast úr háskóla, það
er svo fullorðins! 

Annars langaði mig að sýna ykkur nýja kjólinn minn sem er loksins minn - ég pantaði hann fyrir
nokkrum vikum og systir mín kom með hann heim frá Frakklandi fyrir helgi. Ég er gjörsamlega
ástfangin af honum. Hann er úr samstarfi NLY Trend x Lisa Olsson en hún er sænskur bloggari
sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér núna í nokkur ár. Einn fallegasti kjóll sem ég hef átt, það er
alveg klárt mál 



Hello, I am back again after taking some time off during the easter holiday - I have been spending
so much time in front of the computer, both working on the blog and also writing my BS thesis so 
I needed some time off and that is why I spent my weekend at my parents. I got home yesterday 
and today I am back to my routine writing my paper - it is going really well and I was surprised
how fun this all has been. I can't believe that in less than three months I will be graduating from
university, feel's so grown up!

I wanted to show you guys my new dress that is finally mine - I ordered it a few weeks ago and
my sister brought it home with her from France last week. I am so obsessed with it - it is from 
Lisa Olsson collaboration with NLY Trend and I am so happy to have a piece from her line, she
has been one of my favourite bloggers for a few years now. Such a beautiful dress 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig