13.3.16

MY CURRENT BEAUTY FAVORITES


Góðan dag og gleðilegan sunnudag - hann er alveg einstaklega kósý í þetta sinn en maður hefur í
raun og veru engan valkost í þessu ógeðslega veðri. Ég eyddi deginum mínum í gær heima við í
leti og fékk svo góða gesti í mat og kósýkvöld - dagurinn í dag verður svipaður og ég er eiginlega
að fýla það í botn. Það er svo yndislegt að hafa ekkert að gera svona áður en löng vika byrjar!

Mig langaði að deila með ykkur þeim vörum sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér í augnablikinu
þar sem það er smá síðan að ég gerði svona færslu seinast. Sumar vörur hafið þið séð áður hér
á blogginu eins og YSL BB kremið, Clarisonic hreinsiburstann og MAC 135 burstann og svo
eru nokkrar nýjar vörur á listanum líka sem ég ætla að segja ykkur aðeins betur frá, það eru þó
nokkrar vörur sem fá sér færslu eins og maskinn frá Bobbi Brown, stay tuned 

Ofra Blush "Raisin": Ég pantaði mér þennan kinnalit frá Ofra á Fotia.is fyrir nokkrum
vikum því ég sá Lustrelux nota hann í nokkrum myndböndum og ég varð! Hann er svo
ólíkur öllum þeim kinnalitum sem ég á og ég elska hann.

Dior Poison Girl: Ég fékk þennan ilm frá Dior um daginn og hef notað hann á hverjum
einasta degi síðan þá - ég er mjög erfið þegar það kemur að ilmvötnum en þessi er svo
ótrúlega góður. Þegar ég hitti mömmu og var með þennan ilm þá kannaðist hún strax við
hann en amma mín notaði alltaf upprunalega Poison ilminn sem mér finnst ótrúlega gaman.

First Aid Beauty Ultra Repair Lip Therapy: Þessa vöru keypti ég bara út af Thorunni
Ívars vinkonu minni en hún er alltaf með þennan á sér. Ég skil ekki núna afhverju ég var ekki
löngu búin að kaupa mér hann því þetta er besti varasalvi sem ég hef prófað - ég er loksins laus
við allt varaþurrk og hann gerir varirnar svo fínar - fæst HÉR á Fotia.is.

Sigma 3DHD Kabuki Brush: Ég er mikill aðdáandi F80 burstans frá Sigma sem ég fékk á
Fotia.is þegar hún opnaði fyrst - ég er nýlega búin að bæta 3DHD burstanum við safnið og
halló nýtt uppáhald. Hann er svo fyndinn í laginu en það er ótrúlega gott að bera fljótandi
farða á með honum - fæst HÉR á Fotia.is.

YSL All-In-One BB Cream í Clear: Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, þetta er besta
BB kremið í öllum heiminum. Það hentar þurru húðinni minni fullkomnlega og gefur henni
fallega og ljómandi áferð. Ég nota þetta dagsdaglega þegar ég vill ekki setja á mig farða.Hello and happy Sunday - I am having a cozy day inside as there is a storm going over Iceland
so the weather has been pretty bad this weekend. I am not complaining as I get to stay at home
and do nothing all day, which I am all for. Today I am sharing with you some of my current
beauty favorites since it has been a while since I last did this kind of post. You have seen some
of these items before and some are brand new - if you are interested in knowing more about
these products you can copy the text above and use Google Translate.

Hope you all have a good Sunday 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig