21.3.16

MOROCCANOIL SMOOTH


Þessi færsla er unnin í samstarfi við Moroccanoil.
Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf.

Ef þið hafið fylgst með blogginu mínu þá vitið þið eflaust að vörurnar frá Moroccanoil eru
í miklu uppáhaldi hjá mér og er merkið það besta á markaðinum að mínu mati - vörurnar frá
þeim bara klikka ekki. Ég kynntist vörunum fyrst þegar ég var stödd í San Fransisco fyrir um
það bil fjórum árum en kærastinn minn bauð mér þangað í afmælisgjöf þegar við bjuggum í 
Los Angeles (HÉR er photo diary frá ferðinni). Hann var svo sætur í sér að gefa mér olíuna
ásamt sjampói og næringu - eftir það varð ég gjörsamlega ástfangin af vörunum. Um daginn
fékk ég nokkrar nýjar vörur til þess að prófa og ég ætla að segja ykkur frá Smooth línunni
frá Moroccanoil. 



If you have been following my blog you probably know that the products from Moroccanoil
are my all time favourites - I really think that the brand is the best one on the market. I first
got to know the brand about four years go - my boyfriend invited me to San Fransisco for
my 20th birthday and he gave me both the oil and shampoo and conditioner (HERE is a
photo diary from our trip). After using them for a while, I was completely in love with
them. The other day I got some new stuff from Moroccanoil and I am going to share with
you the Smooth line today.


Smooth línan á, eins og gefur til kynna, að gera hárið meira smooth og hjálpar það því frizzy
hári eins og mínu þar sem vörurnar eru stútfullar af bæði argan olíu og argon butter. Ég er búin
að vera að nota þessar þrjár vörur núna í fjórar vikur og halló mjúkt hár! Ég reyni að þvo á mér
hárið þrisvar sinnum í viku og nota ég því sjampóið og svo næringuna eftir á - sirka einu sinni í
viku sleppi ég næringunni og nota frekar maskann. Maskinn er aðeins öðruvísi en hinir maskanir
frá Moroccanoil þar sem hann inniheldur argan smjörið sem er fullkomið fyrir úfið, rafmagnað
og erfitt hár. Hann gerir hárið svo ótrúlega mjúkt og gefur því einnig góða næringu - ég hef hann
í hárinu í 5 mínútur og skola svo úr. 

Ég er mjög hrifin af þessari línu frá merkinu og mæli með - úfna og rafmagnaða hárið mitt
er líka mjög hrifið 



The Smooth line is supposed to, as you can probably imagine, make your hair more smooth.
It is suitable for all hair types but recommended for frizzy hair as it includes both argan oil 
and argon butter. I have been using these three products for four weeks now hello smooth 
hair! I try to wash my hair about three times a week and then I go in with the conditioner.
One times a week I skip the conditioner and use the smoothing mask instead. It makes the
hair so soft in only 5 mintues.

I absolutely love this line from Moroccanoil and can really recommend it - my frizzy hair
also really likes it 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig