18.1.16

CURRENT BEAUTY FAVORITES


Nýlega setti ég aftur upp þessa glæru hirslu sem er fullkomin til að halda utan um nokkrar af
mínum uppáhalds snyrtivörum. Það er svo auðvelt að hafa þetta uppi og þurfa ekki að róta í
öllu dótinu mínu til að finna það sem mig vantar - þarna er ég með allt sem ég þarf til þess að
mála mig dagsdaglega og þetta er mjög falleg leið til að geyma snyrtidót. Hirsluna sjálfa fékk
ég á eBay og ætla ég að deila því með ykkur hvað ég geymi í henni.

Ofan á hirslunni geymi ég Fix+ frá MAC, uppáhalds farðann minn sem er frá Make Up For
Ever (langar svo að prófa nýja hyljarann frá þeim), nokkra af mínum uppáhalds burstum og
tvenna varaliti frá Ofra, í litunum Bel Air og Sao Paulo. Varalitirnir fást í Fotia og bíð ég
eftir nýrri sendingu þar sem mig langar að næla mér í fleiri liti - formúlan er svo góð!

Í efstu skúffunni geymi ég Mineralize Skinfinish púðrin mín frá MAC en ég á það í litnum
Medium og Give Me Sun. Fyrri litinn nota ég yfir allt andlitið, til að setja farða eða bara eitt
og sér og seinni litinn nota ég til að fá smá hlýju í andlitið. Ég er einnig með einn af mínum
uppáhalds kinnalitum þarna, Desert Rose frá MAC og MAC Paint Pot í litnum Painterly sem
er ótrúlega góður augnskuggaprimer. Ég er svo með Brow Powder frá Anastasia Beverly Hills
í litnum Soft Brown (elska þessa vöru!) og tvo augnskugga frá NARS í litunum Galapogos og
Persia. 



Í næstu skúffu geymi ég tvo uppáhalds primerana mína í augnablikinu, en þeir eru frá Make Up
For Ever. Þessir primerar eru æðislegir og nota ég bæði Hydrating Primer og Smoothing Primer.
Ég geymi líka uppáhalds highlighterana mína í þessari skúffu en þeir eru þrír í augnablikinu. Fyrst
er það Watt's Up frá Benefit en hann er í kremformi, svo er það Champagne Pop frá Becca og
Mary-Lou Manizer frá The Balm.



Í seinustu skúffunni geymi ég Chocolate Bar pallettuna mína frá Too Faced. Þessi palletta er í miklu 
uppáhaldi hjá mér enda inniheldur hún alla þá liti sem maður þarf að mínu mati. Ég er svo líka með 
tvo uppáhalds hyljarana mína, Urban Decay Naked Skin og NARS Creamy Concealer ásamt OCC
glimmeri. 

Þessi hirsla er algjör snilld og kostaði mig ekki mikið, mæli með ef ykkur vantar fallega og
einfalda leið til að geyma snyrtivörurnar ykkar. Hirslan er reyndar mun minni en ég hélt en
ég er ótrúlega ánægð með hana. Á næstu dögum ætla ég að sýna ykkur burstana aðeins betur
en þá ætla ég að deila með ykkur þeim sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég vona að þið hafið 
gaman af þessari færslu, þangað til næst 





In today's post I wanted to share with you how I store my everyday makeup products. I got
this clear organiser on eBay a couple of months ago and still love it. It is such an easy and
beautiful way to store all of your favorite products and makes it so much easier to find the
stuff that you need. You can see some of my current favorite beauty products in the post, 
such as Fix+ from MAC, Make Up For Ever Ultra HD foundation (dying to try out their
new concealers), some Morphe brushes, Ofra Liquid Lipsticks and more. I hope you like
this post, until the next time - hugs 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig