8.11.15

A LITTLE ADVENTURE


Það kemur alltaf tímabil í lífinu, held hjá okkur öllum, þar sem við þráum breytingu og eitthvað nýtt.
Ég er búin að vera að þrá það í nokkra mánuði núna og ákvað ég að gera eitthvað í því. Ég er alveg
rosalega vanaföst og finnst mjög óhugnalegt að fara út fyrir þægindarrammann minn en ég hef lært
í gegnum árin að það borgar sig alltaf og maður lærir svo mikið af því. Fyrir þremur árum bjó ég í
Los Angeles með kærastanum mínum og eins óhugnalegt og það var að flytja lengst í burtu frá öllum
þá var þetta eitt besta ár lífs míns. 

Ég klára háskólann hérna heima næsta sumar og ég fór að hugsa hvað mig langaði að gera eftir það.
Það gerði mig ekkert spennta að hugsa um að fara í masters nám hér heima svo ég ákvað að það væri
kominn tími til þess að stíga út úr þægindarrammanum aftur. Fyrir rúmum tveimur vikum sótti ég um 
í masters nám erlendis, í bæði Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn. Ég er enn mjög óákveðin hvert mig
langar að fara, en Stokkhólmur heillar mig aðeins meira (ég vil þakka henni Kenzu fyrir það haha). 
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist, en það er alveg klárt að við flytjum erlendis á næsta ári. Það
er eitthvað sem heillar mjög - það verður líka mun skemmtilegra að blogga frá Skandinavíu, ég er
alveg komin með nóg af umhverfinu hér á Íslandi. Breyting er alltaf góð, er það ekki? x


I think we all get this moment in life when we really want a change and something new. I have
been feeling like that for a couple of months now so I decided to do something about it. I am
really scared of going out of my comfort zone but I have learned through the years that it always
pays off. Three years ago I lived in Los Angeles with my boyfriend while he was at university and
even though we were so far way from everyone, it was one of the best years of my life.

I am graduating from the University of Iceland next summer and I was thinking about what I wanted
to do after that. I wasn't really that into getting my masters degree in Iceland so I decided that it was
time to step out of my comfort zone again. About two weeks ago, I applied for a masters degree in
both Stockholm and Copenhagen. I am still not sure where I want to go the most, but I am leaning
more towards Stockholm (thanks to Kenza). Now I just have to wait and see what happens, but it
is a sure thing that we are moving next year. I am really excited about it but a little it scared at the
same time - being away from everyone is so hard but blogging from Scandinavia will be so much
fun. A change is always good, right? x

SHARE:

2 comments

  1. Yay! Spennandi! <3 Hlakka til að fylgjast með þér áfram, hvað næsta ævintýri verður hjá þér. Ánægð með þig að stíga út fyrir þægindarramman :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir það elsku Ylfa <3 Þetta verður mjög gaman!

      Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig