9.7.15

BEAUTY: CURRENT FAVORITES


Það er smá síðan að ég deildi með ykkur seinast uppáhalds vörunum mínum en það er 
einmitt það sem ég ætla að gera í dag. Rútínan mín var lengi sú sama en nú er ég búin
að næla mér í nokkrar nýjar vörur sem eru strax orðnar uppáhalds hjá mér. Ég nældi
mér í Fit Me hyljarann frá Maybelline í byrjun seinasta mánaðar og er ótrúlega sátt
með þau kaup - ég keypti hann í tveimur litum til að geta notað þegar ég er bæði með
smá lit í andlitinu og þegar ég er aðeins ljósari. Um daginn nældi ég mér svo í True 
Match Lumi farðann frá L'Oreal eftir að hafa heyrt góða hluti um hann og hann er
alveg æðislegur. Hann gefur manni fallegann ljóma en ekki of mikið og hann gefur
húðinni fallega og náttúrulega áferð. Um helgina var ég stödd í Kanada og auðvitað
skrapp ég aðeins í Sephora og þar fann ég mér Gimme Brow gelið frá Benefit og Secret
Brightening Powder frá Laura Mercier. Gimme Brow er mesta snilld sem ég veit um og
ég nota það þegar ég þarf rétt svo að fylla í augabrúnirnar eftir að ég hef litað þær. Það
sem er best við Gimme Brow er að burstinn er agnalítill og því auðvelt að nota. Ég nota
svo púðrið frá Laura Mercier til að setja hyljarann undir augunum og það er æðislegt.
Svo eru tvær klassískar vörur á listanum en það er Primer Water frá Smashbox og svo
Bombshell ilmurinn frá Victoria's Secret. Hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá ykkur? x

________________________________

It's been a while since I shared with you some of my current beauty favorites. I had
the same routine for a while but now I have tried out some new products and love
them already. I tried out the Fit Me concealers from Maybelline last month and I
really love it. I also got the True Match Lumi foundation from L'Oreal and love that
as well. It gives such a nice and natural finish and makes your skin glow. I went to
Sephora this weekend and got the Gimme Brow from Benefit which is such a clever
product for those lazy days when you don't want to spend a lot of time on your 
make up. You just comb trough your brows and voila! I also picked up the Secret
Brightening Powder from Laura Mercier and I use it to set my undereye. On the
list are also two classic products - the Primer Water from Smashbox and Bombshell
from Victoria's Secret. Which products are your current favorites? x

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig