22.6.15

OUTFIT: SNEAK PEEK


Halló og gleðilegan mánudag - ég er mjög spennt fyrir komandi viku enda ætla ég að ljúka vikunni
minni erlendis á æðislegum stað! Eini gallinn við það er að ég verð úti yfir 25 ára afmæli kærastans
míns sem mér finnst mjög leiðinlegt - ég kem þó heim deginum eftir afmælið hans með gjafir handa
honum og fæ þá að dekra aðeins við hann x

Gærdagurinn minn var æðislegur og eyddi ég meirihlutanum af deginum úti í sólinni. Við byrjuðum
daginn á því að mynda annað dress þar sem ég klæddist nýju uppáhalds skyrtunni minni frá Vila og
ætla ég að sýna ykkur restina af myndunum á morgun! Næst lá leið okkar niður í miðbæ þar sem
við sátum úti og fengum okkur að borða í sólinni - við enduðum svo daginn okkar á Klambratúni
en það er æðislegt að hafa það liggur við í bakgarðinum okkar! Í dag er ég ein heima og að klára
langt helgarfrí - ég ætla því að njóta þess og hafa það notalegt. Þangað til næst, hafið það gott x


// Hello and happy Monday - I am so excited for this week since I will end it abroad at an
amazing place! The only downside is that I will be there over my boyfriends 25th birthday
which sucks but I will be home the day after with some presents for him x

Yesterday we had such an amazing day - the weather was so good so we shot some outfit
photos featuring this shirt dress from Vila that is my new favourite! You will see the rest
of the pictures tomorrow. We then went downtown and had lunch in the sun and ended
our day at the park which is located right next to your house! It was such a nice relaxing
day - today I have the day off and I am just going to enjoy myself and have a cozy day!
Until next time, hugs xSHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig