17.5.15

TODAY'S OUTFIT

VERO MODA trench     ASOS dress     ZARA bag     BIANCO boots

Halló, ég vona að þið hafið átt yndislega helgi! Við byrjuðum hana bara í algjörum rólegheitum og
í gær fengum við tvo sæta næturgesti en tvær yngstu systur mínar komu í pössun og fengu að gista
saman hjá okkur. Þeim fannst það sko ekki leiðinlegt og skemmtum við systur okkur konunglega.
Í dag lá leið okkar svo í afmæli en pabbi er 41 árs í dag svo við höfðum það notalegt og borðuðum
yfir okkur af kökum. 

Ég notaði nýja jakkann minn úr Vero Moda í fyrsta skiptið í dag. Ég er ekkert smá ánægð með hann
og klæddist honum yfir svartan kjól, við svarta öklaskó úr Bianco og við sætu Zöru töskuna mína. Á
morgun ætla ég að vera dugleg ef veður leyfir og taka almennilegar outfit myndir handa ykkur - en ég
verð að fara að byrja á því aftur og hætta að vera löt. Ég held að við getum öll verið sammála um að
outfit færslurnar séu langskemmtilegastar. Annars er ég mjööög forvitin hvað ykkur finnst vera
skemmtilegustu færslurnar á blogginu - eru það outfit færslurnar, þegar ég sýni ykkur nýjar flíkur,
fjalla um snyrtivörur eða heimilisfærslur? Endilega látið vita í athugasemdum hvað ykkur finnst
skemmtilegast að sjá hér inn á og hvað þið viljið sjá meira af. Gaman að vita hvað ykkur finnst x


// Hello everyone, hope you have had a lovely weekend! I started mine by relaxing and being lazy
and yesterday my two youngest sisters came over and we had a sleepover. It was so much fun! 
Today it's my dads birthday so we went to my hometown, had cake and spent the day with my
family. I wore my new trench that I picked up at Vero Moda last week. I absolutely love it and
wore it over a black dress from Asos and wore my cute Zara bag. 

Tomorrow I am planning on shooting some outfits for you guys, I am really excited to start
doing that again so you won't need to see these crappy mirror pics anymore. I am also kind
of curious of what kind of posts you enjoy to read on here - outfit posts, new in, beauty or
home posts? Please let me know in the comments and also if there is something you want
to see more of x


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig