1.4.15

MY SKIN CARE ROUTINE


Ég hef eflaust nefnt það endalaust oft hversu mikilvæg húðhreinsun er hjá mér. Húðin er eitt stærsta
líffærið okkar og því er mjög mikilvægt að hugsa vel um hana. Ég fjallaði aðeins um húðhreinsun í
færslunni um Clarisonic hreinsiburstann (sjá hana hér) en nýlega byrjaði ég aftur að nota vörur frá
Sensai og því tilvalið að segja ykkur meira frá þeim. Ég kynntist fyrst vörunum frá Sensai þegar ég
byrjaði að vinna í Fríhöfninni upp á flugvelli fyrir tveimur árum. Þá byrjaði ég að nota hreinsilínuna
frá þeim og eftir að ég kláraði vörurnar sem ég átti þá prófaði ég fullt af öðrum vörum frá hinum
 ýmsu merkjum en ég fann aldrei neinar vörur sem ég var nógu ánægð með. Nýlega endurnýjaði
Sensai hreinislínuna sína og ég var því mjög spennt að prófa. 

Línan heitir Silky Purifying og leggur hún áherslu á tvöfalda hreinsun. Línan er tveggja þrepa
ferli sem byrjar á andlitshreinsi og endar á andlitssápu. Ásamt því að hreinsa húðina vel þá
viðheldur hún rakanum einnig í húðinni. Ég byrja á því að nota Cleansing Balm og þvæ af mér
farðann. Þessi andlitshreinsir breytist í olíu og hann hreinsar farðann mjög vel af - ég tek bæði
andlitsfarða og augnfarða af með þessum hreinsi og skola svo húðina með vatni. Næsta skref
er andlitssápan. Ég nota Milky Soap sem er fyrir þurra og mjög þura húð og nota ég hana með
Clarisonic burstanum mínum. Eftir að húðin mín er orðin hrein og fín set ég á mig rakakrem.
Vörurnar frá Sensai eru ótrúlega góðar og vandaðar - þær innihalda Koishimaru silki sem veitir
húðinni frábærann raka. Ef þú hefur ekki enn fundið hinar fullkomnar hreinsivörur þá mæli ég
með því að þú prófir þessar vörur. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum fyrir tveimur árum og svo
sannarlega ekki núna x


// Skin care is so important to me. Currently I have been using the Silky Purifying line from
Sensai. It's a two step process that starts with the Cleansing Balm and ends with the Milky
Soap (I use it with my Clarisonic). These products are amazing and make your skin so nice
and clean. Really recommend them x

Vörurnar sem fjallað var um í þessari færslu fékk ég sendar sem gjöf. Skoðanir sem koma fram eru
mínar eigin.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig