16.10.14

NEW IN: camilla pihl for bianco

BIANCO x CAMILLA PIHL low rider ankle boots

Það er orðið frekar vandræðalegt hversu margar "new in" færslur hafa verið á blogginu upp
á síðkastið en ég missti mig aðeins í byrjun hausts og því mikið til að sýna ykkur. Ég þarf samt
að fara að drífa mig út og sýna ykkur þetta í outfitum þar sem það er mun skemmtilegra að sjá
hlutina þannig. Ég held að ég verði að henda mér úr kósýgallanum bráðlega en hann er búinn 
að vera fastur við mig alla vikuna. 

Annars langaði mig að deila með ykkur nýjustu viðbótinni í fataskápinn - en ég er búin að 
bíða eftir þessum skóm úr Camilla Pihl x Bianco línunni endalaust lengi og þeir urði loksins
mínir í dag. Ég er strax komin með fullkomið outfit í huga fyrir þá og mun deila því með
ykkur vonandi um helgina. Línan kom í morgun og seldist mjög mikið af skónum í dag svo
ef þið viljið næla ykkur í par þá myndi ég drífa mig x

Skórnir fást í Bianco Kringlunni og kosta 29.990 kr.


// Here is something new in my closet - I had to get these ankle boots from the Camilla Pihl x 
Bianco collection. I have the perfect outfit in mind so I will hopefully shoot some pictures for
you guys this weekend! Have a good evening xSHARE:

3 comments

 1. Þú talar um í beauty tips grúbbunni að þið fáið ekkert ókeypis frá þessum búðum, en nú mæla flestir bloggarar rosalega oft með skóm úr bianco og alla vega 2 stk í dag með nýja skó úr camilla pihl línunni, eruð þið þá ekki að fá rosa mikla afslátti af þessum skóm?

  ReplyDelete
  Replies
  1. Hæ :)

   Nei, ég fæ allavegana ekkert ókeypis frá neinum fataverslunum á Íslandi. Mér finnst skórnir úr Bianco einfaldlega góðir og ég verslaði þar áður en ég byrjaði að blogga. Ég er í samvinnu við Bianco jú, en ég kaupi mér þá skó sem mig langar í og ég borga fyrir þá :) Ég fæ ekkert frítt frá þeim og ekki neitt sem mig langar ekki í, þetta er allt sem ég kaupi mér og langar í sjálf.

   Takk fyrir að lesa xx

   Delete
  2. Gleymdi að taka fram að ég keypti mér skóna með afslætti - á móti fær Bianco smá umfjöllun en ef ég væri ekki í samvinnu með þeim þá hefði ég samt keypt mér þessa skó :)
   Ég læt afslætti aldrei stjórna því hvað ég kaupi mér og hvað ekki - það fer mikin vinna í að reka blogg, meira en fólk heldur og þetta er t.d. ein leið fyrir búðina að auglýsa sig, en ég er alltaf ég sjálf og segi 100% mína skoðun. Mér finnst það mjög mikilvægt og ég vona að fólk sjái það x

   Delete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig