Ég man þegar ég prófaði MOROCCANOIL vörurnar í fyrsta skiptið árið 2012. Ég og kærastinn
minn vorum í San Fransisco yfir tvítugsafmælið mitt og hann gaf mér sjampó, næringu og olíuna
og síðan þá hef ég ekki notað aðrar hárvörur. Ég hef alltaf notað "Hydrating" línuna en um daginn
fékk ég að prófa "Moisture Repair" línuna. Sú lína inniheldur andoxandi argan olíu og afar virkt
viðgerðar keratín, prótein og önnur næringarefni sem hjálpa til að bæta ástand hársins.
Að mínu mati finnst mér þessu lína henta mínu hári mun betur en "Hydrating" línan. Hárið mitt
er mjög gróft og "frizzy" en eftir að ég byrjaði að nota þessar vörur fyrir 3 vikum hefur hárið mitt
aldrei verið betra. Það er orðið svo mjúkt og svo þarf ég ekki að þvo það eins oft, en ég næ núna
að þvo hárið mitt bara 2-3x í viku. Það er einnig mun auðveldara að eiga við það sem er algjör
snilld þar sem ég er stundum mjög löt við að hafa hárið mitt niðri og á það til að setja það upp
á morgnanna. Ég mæli algjörlega með þessum vörum ef þig vantar aðeins að fríska upp á hárið
þitt og vilt hafa það silkimjúkt og glansandi.
Mig langaði að gleðja einn lesanda bloggsins og því ætla ég að gefa eina tösku sem inniheldur
250 ML af "Moisture Repair" sjampó & næringu og 50 ML af olíunni. Til að komast í pottinn
þarft þú að:
- Skilja eftir comment með nafni og
- Afhverju þú?
Ég dreg úr commentunum á föstudaginn - takk fyrir að lesa ♥
Vörurnar í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn en það hefur þó engin áhrif á skoðanir mínar
né það sem kemur fram í færslunni.
Oo mig langar svo mikið að prófa sjampóið og næringuna. Átti olíuna og hún gerði kraftaverk fyrir krullaða hárið mitt!
ReplyDeletexx
Sandra Guðný Víðisdóttir - og afhverju ég
ReplyDeleteer með hræðilega úfið hár og búin að prufa ýmsar olíur og dót til að draga úr því og ekkert virkar vel, þarf líka að þvo það á hverjum einasta degi væri gaman að sjá hvort það væri hægt að draga úr því og þvo það ekki eins oft á viku :) langar líka bara mjööög mjög mikið að prufa þessa vöru :)
Af því ég hef ekki enn fundið sjampó sem ég er ánægð með!
ReplyDeleteHljòmar eins og algjör snilld !! Er med mjög erfitt og ònytt hàr og hef verid ad leita af rètta combòinu mjög lengi... Kannski ad tetta sè tad rètta ;)
ReplyDeleteHárið mitt nær niður á rass en er svo þurrt og rafmagnað og er það einunigs vegna teyjuslita, ég kiki oft í klippingu og læt taka ónýta enda af og hef oft ætlað að prufa Morroccanoil til að ga hvort hárið jafni sig en alltaf dregið það a langin af óútskýranlegum ástæðum :)
ReplyDeleteArney Lind Helgadóttir Norðfjörð
ReplyDeleteÞví ég er með barn á brjósti sem þýðir bara eitt hárlos og slitnir endar, langar rosalega að halda í síða hvíta hárið mitt með því að þurfa ekki að klippa eiginlega allt af og veit ég að þessar vörur gætu hjálpað mér ;)
Væri drauma!
ReplyDeleteHárið mitt er að detta í það verða þurrt og rafmagnað eins og það er oft á veturna, væri æðislegt að geta dekrað við sig með góðu sjampó-i og næringu :)
Mig bráðvantar góðar hárvörur þar sem hárið mitt er einstaklega þurrt eins og stendur og mjög erfitt að eiga við það.
ReplyDeleteMoroccanoil vörurnar eru án efa bestu hárvörur sem ég hef prófað so far! Átti einu sinni hydrate shampoo & hárnæringu sem gerði kraftaverk fyrir hárið á mér og langar ótrúlega að prófa moisture repair!
Olían ein og sér gerir hárið líka svo ómótstæðilega mjúkt, hef dreymt um að eignast hana síðan ég prófaði hana :)
Katrín ösp eyberg
ReplyDeleteafhverju ég ? því að mig langar ótrúlega að prufa þessar vörur , ég hef sjálf verið að nota hydration linuna en þyrfti liklega frekar repair væri til í að prufa hana þvi að hárið á mér er hrikalega þurrt og endarnir mínir eru hræðilegir ! á bæði maskann og olíuna og ég veit ekki hvar ég væri án þess að eiga það. Væri til í að sjá hvort þessi lína gæti hjálpað hárinu mínu að komast í sitt gamla far :)
Hef aldrei prófað Moroccan oil en langar að prófa :)
ReplyDeleteSandra María
Ég á það bara skilið, ég leyfi mér aldrei að kaupa svona fína hluti :)
ReplyDeleteKristín Sjöfn
Ég væri svo til í þetta, var að klára sjampóið mitt og þar sem ég hef ekki prófað moroccan oil en hef lengi ætað að gera þetta væri þetta alveg fullkomin gjöf. Ég er algjör sjampó perri og elska elska elska ný sjampó :)
ReplyDeleteLangar að eiga svona rosalega góðar vörur fyrir hárið mitt í komandi kulda :)
ReplyDelete-Erna Guðrún
Hárið mitt þarf nauðsynlega á einhverju góðu eins og þessu að halda akkúrat núna!! :)
ReplyDeleteSteinunn Erla
ReplyDeleteHárið mitt er bæði krullað, gróft og endalaust þykkt. Hárgreiðslukonan talar oft um að ég sé með hár eins og fjórir meðalhausar (ég þarf alltaf að panta tvöfaldan tíma þegar ég fer í klippingu). EKKI að ég sé að kvarta, ætli þetta sé ekki betra en að vera með of þunnt hár :) EN ég er í stöðugri leit að hárvörum sem temja þennan ljónsmakka og það væri algjört æði að fá að prófa Moisture Repair línuna fyrst hún sló svona í gegn hjá þér :) :) Ég nota alltaf olíuna í hárið mitt en hef aldrei prófað aðrar vörur frá þeim.
P.s. Takk fyrir frábært blogg :):)
Mikið væri ég til í þetta! Ég elska Moroccan vörurnrar en námsmannaveskið er ekkert sérstaklega æst í að versla þær eins og stendur!
ReplyDeleteAfhverju ekki ég :) Ég er með hár og ég elska góðar hárvörur :)
Ég hef aldrei prófað þessar vörur þó mig hafi oft langað til þess :) Ég er handviss um að þær munu hjálpa mér að losna við úfið og rafmagnað hár. Að auki væri auðvitað snilld að sjá hvort þetta sjammpó reynist vera hið eina sanna!
ReplyDeleteÍris Björk Ármannsdóttir
af því ég elska þessar vörur, hárið mitt er heilbrigðara allt þeim að þakka, væri ekki verra að eignast þetta í safnið
ReplyDeletekv Aníta Rut Aðalbjargardóttir
Af því að ég þarf virkilega á þessu að halda! Hárið mitt hefur alltaf verið þykkt og heilbrigt og ég mjög ánægð með það. En núna í haust hef ég verið með þvílíkt hárlos í fyrsta skiptið á ævinni! Hárið mitt er bókstaflega að hrynja af, orðið þunnt og líflaust. Þarf virkilega að hressa það og mig við :)
ReplyDeleteAfþví að ég er ólétt og veitir ekki af smá heimadekri svona á síðustu vikunum! ég eeeelska olíuna og væri til í að prufa hinar vörurnar líka :-)
ReplyDeleteÞú veist ekki hversu mikið vesen hárið mitt getur verið, svakalega þykkt og flækist við ekki neitt. Væri himnasending að fá svona pakka! Unnur Helga Hjaltadóttir.
ReplyDeleteÉg er með brjálæðislega mikið psoriasis í hársverðinum svo hárið á mér verður alveg hrikalega þurrt og erfitt, bæði vegna steravökvans sem fer í hársvörðinn og undan psoriasinu sjálfu svo ég er í brjáluðum vandræðum með það og ótrúlega fátt af því sem ég hef prófað hefur virkilega virkað fyrir alvöru. Margt hefur gert hárið aðeins betra en samt langt frá því að vera nóg.
ReplyDeleteSvo mér finnst ég eiga skilið að fá svona pakka svo þessir krónísku vondu hárdagar hverfa.
Thelma Dögg Haraldsdóttir
ReplyDeleteEr með barn á brjósti og það er gjörsamlega hár útum alla íbúðina eftir mig, mætti halda að ég væri hundur! Vonandi með svona góðri vöru minnkar kannski þetta blessaða hárlos eitthvað...
Birta María Gunnarsdóttir, því hárið mitt er mjög frizzy og ég hef aldrei fundið réttu vörurnar.
ReplyDeleteHárgreiðslukonan mín er í fæðingarorlofi! Enough said :'(
ReplyDeleteViðja Jónasdóttir. Afþví að þrátt fyrir að vera búin að þjálfa hárið mitt að verða ekki snöggt skítugt, þá vil ég einungis það besta þegar ég þvæ það og þetta er klárlega besta sjampóið. Nota olíuna alltaf!
ReplyDeleteSigríður Finnbogadóttir, væri sjúklega til í að prófa þetta á þurra frizzy hárið mitt!
ReplyDeleteÉg hef notað olíuna lengi og langar að prófa sjampóið, er með mjög frizzy og leiðinlegt hár sem er að jafna sig eftir rosalega mikinn hármissi eftir tvær meðgöngur og brjóstagjafir. Það væri gaman að sjá hvort þessi lína gæti hjálpað hárinu á mér að jafna sig hraðar.
ReplyDeletekv. Anna
ég ég ég! Nú af því að ég ELSKA Moroccan Oil :)
ReplyDeleteFríða Gauksdóttir -
ReplyDeleteHef lengi notað olíuna og líkar vel og lagnar til þess að prufa sjampóið og næringuna, er líka með mjög frizzý hár og væri mjög glöð ef það lagaðist. Plús var að eignast mitt fyrsta barn og væri til í smá hárdekur :)
Ég hef aldrei átt þessar vörur en ég hef prófað þær og þær eru vægast sagt frábærar! Vantar eitthvað til að lífga við hárið fyrir komandi vetur:)
ReplyDeleteÉg er í stanslausu basli með að finna réttu vörurnar. Ég er með þykkt hár og eins og þú, á of auðvelt með að henda því upp á morgnana og þar er það allan daginn. Mér finnst hárið þungt í rótina sem gerir það að verkum að mér finnst það feitt og þar af leiðandi endar hárið uppi allan liðlangan daginn. Ef það eru til vörur sem geta hjálpað mér að þvo hárið aðeins 2-3 í viku er ég æst, já æst segi ég, að prófa það fínerí!
ReplyDeleteÉg er með fáránlega frizzy hár og það er búið að vera óvenju slæmt undanfarið. Hef prufað olíuna og fannst hún æði og væri því ótrúlega spennt að fá að prufa sjampóið og næringuna líka þar sem ég hef bara heyrt góða hluti! :)
ReplyDeleteMig hefur lengi langað til að prufa aðrar vörur frá MoroccanOil eftir að ég kynntist olíunni frá þeim. Lyktin er svo góð!! :)
ReplyDeleteMig hefur lengi langað til þess að prófa þessar vörur en aldrei látið verða af því. Ég er með sítt liðað hár. En ég get aldrei látið hárið þorna og verið með liðina í hárinu vegna þess að liðirnir verða svo úfnir. Ég hef prófað margar tegundir af krulluefnum en ekkert virkar nógu vel. Væri gaman að sjá hvort gott sjampó, hárnæring og olía gerir liðina fallegri.
ReplyDeleteKveðja Heiður Haraldsdóttir
Mig hefur lengi langað til þess að prófa þessar vörur en aldrei látið verða af því. Ég er með sítt liðað hár. En ég get aldrei látið hárið þorna og verið með liðina í hárinu vegna þess að liðirnir verða svo úfnir. Ég hef prófað margar tegundir af krulluefnum en ekkert virkar nógu vel. Væri gaman að sjá hvort gott sjampó, hárnæring og olía gerir liðina fallegri.
ReplyDeleteKveðja Heiður Haraldsdóttir
Sigrún Stella Þorvaldsdóttir
ReplyDeleteÉg er, líkt og þú, mjög hrifin af MOROCCANOIL vörunum. Nota olíuna daglega og einnig nota ég hitavörnina þeirra mikið þar sem ég er með mjög liðað og frizzy hár sem er oft erfitt að meðhöndla. Ég hef einu sinni átt shampoo frá þeim og var mjög hrifin. Væri mjög mikið til í að prufa þessa línu þar sem ég hef heyrt mjög gott um hana og gaman að gá hvort hárið mitt yrði aðeins viðráðanlegra :).
Ó mig vantar svo eitthvað gott fyrir hárið mitt! það er svo ónýtt og þurrt, þarf einhverjar góðar vörur fyrir það :)
ReplyDeleteHefur alltaf langað að prufa þessar vörur og væri tilvalið að fá smá dekur fyrir hárið á meðgöngunni :)
ReplyDeleteMér hefur alltaf langað til að prufa þessar vörur þar sem ég er með mikið krullað og frizzy hár sem þarnast næringar! :)
ReplyDelete- Perla Jónsdóttir
Moroccan hárvörurnar er það besta sem hefur komið fyrir hárið mitt! Það tók mig nokkur ár að finna vörur sem hentuðu mínu hári en þegar ég prófaði Repair shampoo-ið og hárnæringuna þá var ekki aftur snúið, þær henta mér rosalega vel :)
ReplyDeleteég var að klára olíuna mína fyrir nokkrum dögum og væri rosalega mikið til í að eignast eina flösku þar sem þetta er ekki ódýrt.. Þannig ég segi Já takk :)
Vegna þess að ég var í litun, hárið mjög þurrt og óánægt með mig en þetta væri algjör snilld, það kannski fyrirgéfur mér meðhöndlunina á sér ef ég fengi svona góðar vörur fyrir það!
ReplyDeleteAfþví að bad hair days eru eitthvað sem ég er orðin of vön....
ReplyDeleteKveðja Marta Kristín Jónsdóttir
Inga Brá Ólafsdóttir, Væri æðislegt að vinna þetta, því að eftir að ég gerði þau mistök að byrja að lita á mér hárið hefur það verið rosalega þurrt og slitið en langar að koma því aftur í náttúrulegt far :)
ReplyDeleteMig hefur svo lengi langað að prufa þessar hárvörur og ég hef bara heyrt góða hluti um þær. Ég er með þykkt og fíngert hár sem flækist auðveldlega og ég er alltaf að leita að réttu vörunum fyrir það.
ReplyDeleteEmilía Sif Ásgrímsdóttir
Varla að ég þori að taka þátt haha :) eeen afþví ég þarf liggur við að ganga með húfu 24/7 því ég hef verið með svo mikið hárlos undanfarið. Núna vaxa litlu hárin eins og þau fái borgað fyrir það og þeim vantar pottþétt góða næringu svo þau vaxi hraðar og haldi sér kannski annarstaðar en upp í loftið og auðvitað restin af hárinu. :) Hárið mitt er einmitt líka mjög frizzy.
ReplyDeleteKveðja Agata Kristín
aggakristin90@hotmail.com
Mig langar mikið að prófa þessar vörur, en hárið á mér og hársvörðurinn eru ennþá að jafna sig eftir að ég notaði sjampó og hárnæringu í örstuttan tíma sem hentuðu vægast sagt illa..
ReplyDeleteKær kveðja, Guðrún Andrea
gudrunandrea@gmail.com
Fátækur námsmaður eins og ég á skilið að fá þennan pakka :)
ReplyDeleteLangar rosalega að prófa þessari vörur!! Hef bara heyrt góða hluti og langar að upplifa það sjálf :) Er með rosalega fínt og þurrt hár sem flækist auðveldlega þannig það væri gaman að sjá hvort þetta gæti gert kraftaverk fyrir mig :D
ReplyDelete-Hanna Lea
hannaleam@gmail.com