3.10.14

BEAUTY: bare minerals

Bare Minerals Starter Kit in "Light" & highlighter in "Clear Radiance"

Mig hefur lengi langað til þess að prófa vörurnar frá Bare Minerals og ég fékk loksins tækifæri til 
þess um daginn. Ég man að þegar við bjuggum í Los Angeles þá sá ég þessar vörur út um allt og 
ég var svo vanaföst á þeim tíma að ég prófaði vörurnar aldrei. Ég fékk mér Starter Kit og einn
highligther um daginn til að byrja með og var mjög spennt að prófa settið. Í settinu eru:

- 1x Primer
- 2x Farðar
- 1x Sólarpúður
- 1x Mineral Veil Púður
- 3x burstar

Það er ótrúlega mikið í pakkanum og í rauninni allt sem þú þarft til að fá fullkomna
húð. Ég legg alltaf mikla áherslu á húðina og finnst t.d. mun skemmtilegra að prófa
andlitsvörur heldur en varaliti og maskara. Farðanir frá Bare Minerals innihalda engin
aukaefni heldur innihalda þeir 5 tegundir steinefna sem gera það að verkum að næra 
húðina okkar og gefa henni raka. 

Húðin mín verður mjög þurr á veturna og þar sem það er byrjað að kólna verulega
upp á síðkastið hefur hún orðið mun verri en hún var og því er þetta fullkominn tími
til að nota þessar vörur. Farðinn þekur vel og gefur húðinni fallega áferð án þess að
vera of þungur, ég finn varla fyrir að ég sé máluð með hann. Ég er highlighter sjúk svo
ég varð auðvitað að fá mér einn highlighter og hann kemur mjög vel út. Þetta eru vörur
sem ég mæli klárlega með og þær henta öllum húðtýpum sem er besti parturinn x

Bare Minerals vörurnar fást í Hagkaup Smáralind, Lyf & Heilsu Kringlunni, Sóley
Natura Spa og í Aque Spa á Akureyri.


// The other day I got the chance to try the Starter Kit and a highlighter from Bare
Minerals. I have always wanted to try out their products and was so excited to try
them out. I have been using them for over a week now and love them x



SHARE:

1 comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig