12.9.14

FAVORITE: daisy dream


Eitt það skemmtilegasta sem ég gerði í sumarvinnunni var að taka upp nýjar vörur! Ein vara sem
ég beið spennt eftir var nýji ilmurinn frá Marc Jacobs - en hann ber nafnið Daisy Dream. Eins og
nafnið gefur til kynna er hann líkastur draumi; en ilmurinn af honum er léttur, ferskur með smá
hint af kókos sem minnir mig bara á sumarið. Þetta er hinn fullkomni dagsdaglegi ilmur þar sem
hann er ekki of yfirþyrmandi og ég er búin að nota hann óspart síðan ég fékk hann í hendurnar.

Annað sem heillar mig svo við ilmvötn eru flöskurnar sjálfar, en þessi flaska er ein sú fallegasta
sem ég veit um. Ég elska að geyma ilmvatnsflöskurnar mínar á kommóðunni minni þar sem það
á ekki að geyma svona fallega hluti í kassa - hefur þú prófað Daisy Dream?  


// I recently got the new fragrance from Marc Jacobs called Daisy Dream. It's the perfect everyday
scent; so light and fresh with a hint of coconut which just reminds me of summer days. I also love
the design of the bottle, so pretty! Have you guys tried this one yet? 



SHARE:

1 comment

  1. I love the Marc Jacobs perfumes!!!! They smell delicious!!!! :D

    xo, Lizzie
    Haute-off-the-press.com

    ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig