4.7.14

instagram diaries

ÍSLENSK SUMUR ERU YNDISLEG (FYRIR UTAN ÞETTA VEÐUR) - KÆRASTINN AÐ VEIÐA OG ÉG
KOM MÉR VEL FYRIR Á BAKKANUM MEÐ GÓÐA BÓK.

ANSI FALLEGUR VEGGUR Í VINNUNNI - FÍNAR TÖSKUR FRÁ MULBERRY.

ALGJÖR SNILLD AÐ GETA KLÆÐST ULLARKÁPU Á ÍSLANDI Í LOK JÚNÍ (EÐA ÞANNIG..).
KÁPA FRÁ ASOS, BOLUR FRÁ H&M, BUXUR FRÁ TOPSHOP OG SKÓR ÚR RIVER ISLAND.

ÞAÐ VAR STORMUR Í VIKUNNI SVO ÞAÐ VAR EKKI ANNAÐ Í STÖÐUNNI EN AÐ KOMA SÉR
VEL FYRIR UPP Í SÓFA OG HAFA ÞAÐ NOTALEGT.

VÍ - LOKSINS NÝ MYND FYRIR OFAN ELDHÚSBORÐIÐ!

SYSTUR Í LONDON - ÞRÁI ALVEG AÐRA FERÐ MEÐ HENNI SEM FYRST!

SUMARIÐ MITT FYRIR 2 ÁRUM - HEFUR EKKI VERIÐ TOPPAÐ ENN OG VERÐUR ÞAÐ EFLAUST
SEINT MEÐAN ÉG BÝ Á ÞESSU SKERI!

KÓSÝDAGUR Í DAG - FÉKK NÝJA NÝTT LÍF TÍMARITIÐ, NÝJAR VÖRUR FRÁ SENSAI TIL AÐ PRÓFA
OG NÝ LINSA FRÁ NÝHERJA.

Hér eru Instagram myndir síðustu daga - ekkert voðalega spennandi enda nenni ég varla að
gera neitt skemmtilegt þegar veðrið er svona leiðinlegt eins og það var í vikunni. Ég ætti samt
að hætta að láta veðrið stjórna skapinu og bara njóta þess sem við höfum - þrái samt smá sól
og logn svo ég get farið út og prófað nýju Canon 85mm linsuna!

Hafið það gott um helgina elsku lesendur, hvar sem þið eruð stödd! Ég er komin í helgarfrí
og það eru allir í útilegu, svo ég hef það notalegt í Reykjavíkinni x
_________________________________________

A couple of pictures from the week - not very special since the weather has been awful and
I always feel so lazy and uninspired when it's bad. I am hoping for some sunshine and less
winds so I can go and test out my new lens, Canon 85mm! Have a nice weekend x

SHARE:

3 comments

xoxo

Blogger Template Created by pipdig