30.6.14

barely there make up with e.l.f.


Ég fékk tækifæri á að prófa vörurnar frá e.l.f. um daginn. Ég er mjög vanaföst þegar það kemur að
snyrtivörum en eftir að hafa kynnst svona mörgum æðislegum vörum í vinnunni þá var ég mjög
spennt að prófa þessar vörur. Sama hvaða árstíð það er þá vill ég hafa förðunina mína náttúrulega
og valdi mér vörur sem ég get notað hversdagslega. Reynslan mín af þessum vörum var rosalega 
góð og það er eiginlega fáranlegt hversu gott verð er á þeim.

Ég byrja á því að setja litaða dagkremið á mig en ég nota lit sem heitir Ivory. Það er mjög mikill
raki í kreminu sem er mikill kostur og það gefur manni fallega og náttúrulega áferð. Það inniheldur
einnig SPF 20 sem er nauðsynlegt á sumrin. Næst ber ég á mig hyljara undir augun og í kringum 
nefið (fæ mikinn roða þar) og það hylur mjög vel. Næst set ég smá bronzer í kinnarnar og ég nota
þennan bronzer sem er ótrúlega skemmtilegur. Hann inniheldur fjóra mismunandi liti og ég blanda
þeim öllum saman, en svo er mögulegt að nota einn lit sem highlighter (elska það!). Eftir að húðin
er klár þá fylli ég í augabrúnirnar mínar með augabrúnasettinu í litnum Medium. Ég hafði aldrei 
áður prófað svona gel en það fyllir vel í brúnirnar og helst á allan daginn! Seinasta skrefið er svo
maskarinn en ég fékk að prófa maskara sem heitir Mineral Infused Mascara og inniheldur steinefni.
Burstinn er gúmmíbursti (langbestu burstarnir) og gerir augnhárin löng og náttúruleg. Hann er ekki
að gefa mikið volume svo hann hentar dagsförðum mjög vel en ef þú vilt fá aðeins þykkari og meira
volume þá mæli ég ekki með þessum. 

Þessar vörur komu mér mjög á óvart og get ég mælt með þessum hér að ofan, ég er þá sérstaklega
hrifin af litaða dagkreminu og ég er farin að nota það mikið núna! Svo er líka gaman að segja frá
því að heildarverð allra varanna hér að ofan er rétt yfir 5þúsund krónur - vörurnar fást HÉR.
_________________________________________

Got to try out some new products the other day from e.l.f. I usually use the same products
over and over again but since I am always trying out new products at work I decided to give
it a go and I loved them! I especially love the tinted moisturiser, gives you such a nice glow
and covers really well. Those products gave me the perfect barely there make up look x
Have you tried some of these products?


Vörurnar í þessari færslu voru sendar sem gjöf - en ég gef alltaf mitt hreinskilna álit á þeim. 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig