19.5.14

today's outfit

VILA trousers     ASOS top     ASOS bag     RAY BAN sunglasses

Dress dagsins í dag var mjög einfalt og þæginlegt. Ég klæddist nýju buxunum mínum úr Vila sem
ég fékk mér um daginn - þær eru svo þæginlegar! Innblásturinn er búinn að vera eitthvað voðalega
lítill seinustu daga og er mikið stress í gangi hjá mér - er enn að bíða eftir seinustu einkununum úr
áföngum sem mér fannst vera erfiðastir og svo byrja ég að vinna í vikunni og því fylgir alltaf smá
stress þar sem sumarið verður smá breyting frá seinustu vikum. En ég er alveg klár á að sumarið
verði mjög skemmtilegt og er ég mjög spennt fyrir London ferðinni sem er eftir aðeins meira en 
tvær vikur - í augnablikinu er ég gjörsamlega komin með ógeð af öllum fötunum sem ég á og þess
vegna er ég ekki búin að vera dugleg að sýna ykkur nein outfit! En innblásturinn kemur alltaf aftur
og þá deili ég því auðvitað með ykkur - þetta gerist við besta fólk!

Mig langar líka svo að vita; hvað finnst ykkur gaman að lesa á blogginu og hvað mætti vera 
meira af? Það er alltaf gaman að fá að kynnast lesendunum aðeins betur og vita afhverju þið
lesið bloggið og hvað þið viljið helst sjá - ekki vera feimin, það er mun skemmtilegra að blogga
þegar ég fæ smá feedback frá ykkur (má alveg vera nafnlaust líka) 
_________________________________________

Today's outfit was really simple and comfy - I have been feeling kind of uninspired lately and
am so sick of my current wardrobe! But I will go to London in two weeks - can't wait! 

SHARE:

3 comments

xoxo

Blogger Template Created by pipdig