10.3.14

MOROCCANOIL


Ég bað ykkur um að segja mér hvað þið vilduð helst sjá meira af á blogginu þegar ég hélt gjafaleikinn
um daginn. Eitt af því sem kom fram var að sjá meira af hlutum sem ég mæli persónulega með og þá
datt mér í hug að byrja með nýjan lið hér á blogginu þar sem ég tala um þær vörur sem ég nota og
mæli með. Ég ákvað að byrja þennan lið á vörum sem ég gjörsamlega elska frá MOROCCANOIL.
Ég uppgvötaði merkið fyrst þegar ég bjó í LA og man ennþá eftir því þegar ég fór í helgarferð til
San Fransisco og keypti fyrstu vörurnar mínar, olíuna frægu og sjampó&næringu. Síðan þá hef ég
farið í gegnum tvær flöskur af olíunni og get ég ekki ímyndað mér að vera án hennar. Mig langaði 
kynna fyrir ykkur aðrar vörur frá merkinu og ég prufaði þessar vörur hér fyrir ofan 

Hydrating Shampoo & Conditioner: Ég byrja á því að þvo á mér hárið með þessu sjampói og 
næringu - það þarf mjög lítið af hverju í hvern þvott sem er mikill kostur að mínu mati. Það er
andoxandi arganolía og E-vítamín í sjampóinu og næringunni sem gerir hárið mjög glanandi
og svo mjúkt. Svo skemmir ekki að lyktin af þessum vörum er dásamleg!
MOROCCANOIL Treatment Light: Það kannast eflaust allir við þessa vöru - þetta er olían fræga! 
Ég hef notað hana núna í um eitt og hálft ár og gæti ekki ímyndað mér lífið án hennar liggur við.
Ég nota hana í blautt hárið áður en ég blæs það og ég finn mikinn mun ef ég nota hana ekki, hárið
mitt verður mun mýkra og ekki eins úfið. Ég er með mjög þykkt hár sem er lengi að þorna eftir að
ég þvæ það og ef ég nota olíuna og leyfi hárinu svo að þorna náttúrulega, þá tekur það mun styttri
tíma. Ég mæli með að allir eigi eitt stykki af olíunni - það er einnig hægt að nota hana í þurrt hár
og gefur hún þá hárinu fallegan gljáa og það verður ótrúlega mjúkt.
Frizz Control: Þetta er alger nauðsyn fyrir hár eins og mitt - afhverju var ég ekki löngu byrjuð að 
nota þetta?! Ég er með mjög krullað og þykkt hár og þetta tekur öll úfnu hárin í burtu og krullurnar
verða mun fallegri. Eftir að ég þvæ á mér hárið með sjampóinu og næringunni, þá ber ég olíuna í
hárið og blæs aðeins í gegnum það. Svo spreyja ég þessu í hárið og leyfi því að þorna náttúrulega!

Weightless Hydrating Mask: Ég var spenntust að prufa þessa vöru - ég átti Intense Hydrating maskann
fyrir og er mjög ánægð með hann en mér finnst þessi henta mínu hári mun betur þar sem hann er fyrir
fíngert hár. Ég nota hann einu sinni í viku og sé mikinn mun á hárinu mínu - það er ekki eins þurrt og
úfið og það var og það er meiri gljái á hárinu sem ég kvarta sko ekki yfir. 

Síðan ég byrjaði að nota þessar vörur - fyrir rétt rúmri viku, er hárið mitt allt annað. Á veturna er hárið
mitt mjög þurrt og rafmagnað og þess vegna nenni ég ekki að hafa fyrir því og er oftast bara með það í
snúð eða tagli en þegar maður er með svona mjúkt og fínt hár þá er ekki annað í boði en að leyfa því
að njóta sín niðri. Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum - hvaða vara er í uppáhaldi hjá þér? 

Smelltu HÉR til að fá lista yfir sölustaði x
__________________________________________

I decided to start a new category on the blog - beauty products that I recommend. The first thing that
I wanted to talk about are these products from MOROCCANOIL that I love I always start by using
the Hydrating Shampoo & Conditioner, towel dry my hair and add a small drop of the Light Treatment
oil (the best thing ever), then I blow dry my hair until almost dry, spray some Frizz Control and let my
hair dry naturally. I then use the Weightless Hydrating Mask once a week. Since starting using these
products my hair is so much softer and shinier, definitely recommend them!

SHARE:

1 comment

  1. That's a great stash of products right there! It's useful to read a good review, I've been thinking about buying these products as my hair has been so dry after winter. Might start with one or two things and see how it goes. Thanks for the opinion!

    ReplyDelete

xoxo

Blogger Template Created by pipdig