Um daginn fór ég heim til mömmu og sótti restina af fötunum mínum - ég var heldur betur of vongóð
um að koma öllu fyrir í fataskápnum hér í íbúðinni okkar. Hann er gjörsamlega troðfullur og í horninu
sitja þrjár stútfullar töskur af fötum. Ég ákvað þess vegna að láta loksins verða af því að selja nokkrar
flíkur sem ég hef ekki notað lengi - mér finnst það alltaf erfitt en þær eru svo fallegar að þær eiga skilið
að vera notaðar frekar en að sitja inn í skáp endalaust!
korti en það er líka hægt að senda mér email eða póst á Facebook og spjalla þar um flíkurnar. Verðin
á síðunni eru í evrum en ef þú smellir á flíkina þá kemur upp íslenskt verð - verðin eru alls ekki heilög
og ykkur er velkomið að gera tilboð! Einnig get ég sent ykkur fleiri myndir ef þess er óskað og ég sendi
um allt land og einnig getur þó komið og sótt ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu ♥
No comments
Post a Comment
xoxo