FRÁ SÝNINGU ELLU Á RFF 2013
Í dag hófst miðasala á tískuhelgi ársins hjá okkur á Íslandi - ég er auðvitað að tala um Reykjavík
Fashion Festival sem fer fram þann 29. mars næstkomandi í Hörpunni. Sjálf hef ég aldrei farið á
hátíðina áður þar sem ég hef alltaf verið annað hvort erlendis eða upptekin þessa helgi en í ár er
ég einmitt með engin plön svo stefnan er tekin á að kíkja. Ég er ekkert smá spennt fyrir þessu og
sérstaklega þar sem það eru svo margir æðislegir hönnuðir að sýna í ár:
- Cintamani
- ELLA
- Farmers Market
- JÖR by Guðmundur Jörundsson
- Magnea
- REY
- Sigga Maija
- Ziska
Spenntust er ég að sjá ELLA, Farmers Market og JÖR - en þú getur nælt þér í miða á þennan
viðburð á midi.is. Miðaverð er 11.990 og gildir það inn á allar sýningar dagsins.
Vonandi sjáumst við þann 29. mars í Hörpunni ♥
No comments
Post a Comment
xoxo